Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur)

Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur) þar sem viðfangsefnið er Mýrdalur. Fyrsti lestur eftir langt hlé, en satt best að segja vonaði ég að ég myndi aldrei aftur lesa Kórónulestur í ljósi þess að lesturinn er bundinn því að veiran sé enn að hafa mikil áhrif á samfélagið. Slíkt virðist nú vera raunin og hef ég því ákveðið að bjóða örlitla skammta af fróðleik úr hinum miklu fjársjóðshirslum sem Árbækur FÍ hafa að geyma. Óska öllum góðs gengis að glíma við hver þau vandamál sem upp koma vegna þessa ástands, og hvet ykkur til að fara varlega, finna upp á einhverju skemmtilegu, og hlakka til betri tíðar.

Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1973 (2.lestur)

Við lesum áfram um Svarfaðardalinn, en að þessu sinnni mjöööög hægt! Lesturinn er hugsaður handa þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál, en eru langt komnir í að læra. Þetta kemur í kjölfarið af fyrirspurn frá Facebook hóp útlendinga sem hjálpast að við að læra íslensku, og þótti Kórónulestur vera skýr. Því ákvað ég að hægja á lestrinum í þetta skiptið, fyrir alla þá eru að læra þetta erfiða tungumál. Hefst kennslan, í Svarfaðardal :)

This reading is still in Icelandic, but slower, in order for non native speakers, studying Icelandic (though rather advanced to understand) to better understand and learn. This comes after members of a Facebook group told me some of them listen to the readings, and use it to help them learn. So this one is for you all, with wishes of further understanding of this complicated language.

Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1960 (1.lestur)

Suðurjöklar er nafn Árbókar Ferðafélags Íslands árið 1960, eftir Guðmund Einarsson, með vísan í Eyjafjallajökul, Mýrdalssjökul og Tindfjallajökul. Lesturinn vísar í þann síðastnefnda, sökum nálægðar við sumarbústað sem ég dvaldi í fyrir nokkrum dögum. Sömuleiðis er Fjallabaksleið Syðri til umfjöllunar í árbókinni, og hljómar niður Eystri Rangár við lok lesturs, enda samsíða þessari fornu leið að hluta.