Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1972 (2.lestur)

Annar lestur uppúr sérprenti Árbókar Ferðafélagsins frá 1972. Það er Þórsmörk sem er staðarval þessarar ágætu árbókar, og veitir tækifæri til símtals við eldri ættingja með spurningar um hvort viðkomandi hafi tjaldað í Þórsmörk, eða verið yfir Verslunarmannahelgi, eða farið í göngur, eða fest bíl útí Krossá, eða gengið Laugaveginn, nú eða þið getið sagt þeim frá ykkar upplifun í Þórsmörk. Hlustun, símtal, hlustun :)