Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur)

Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur) þar sem viðfangsefnið er Mýrdalur. Fyrsti lestur eftir langt hlé, en satt best að segja vonaði ég að ég myndi aldrei aftur lesa Kórónulestur í ljósi þess að lesturinn er bundinn því að veiran sé enn að hafa mikil áhrif á samfélagið. Slíkt virðist nú vera raunin og hef ég því ákveðið að bjóða örlitla skammta af fróðleik úr hinum miklu fjársjóðshirslum sem Árbækur FÍ hafa að geyma. Óska öllum góðs gengis að glíma við hver þau vandamál sem upp koma vegna þessa ástands, og hvet ykkur til að fara varlega, finna upp á einhverju skemmtilegu, og hlakka til betri tíðar.