Verkefnin hingað til
1.Að læra á tækin. Það hefur gengið vel að ná grunntökunum, en vandast þegar notað er með íbúum.
2.Kynna ykkur efni sem í boði er.
3.Velja fólk og bjóða því að prufa.
4.Velja staðsetningu á deild
5.Samtalið og val á efni. Undirbúningur vs spuna og sveigjanleiki. Kostir og gallar.
6.Finna tíma sem hentar ykkar starfi, og taka frá þann tíma.
Mikilvægt að hafa í huga
1.Velja tíma sem hentar og halda ykkur við hann eftir fremsta megni. Setja ykkur markmið varðandi notkun sem eru raunhæf.
2.Muna að setja alltaf í hleðslu og skila/afhenda gleraugu á systradeild. Hafa ákveðin geymslustað og halda honum snyrtilegum.
3.Skrá niður eftir notkun hver horfði og punkta sem þið teljið gagnlega. Ekki reyna að skrá samtímis ef það truflar ykkur og rýfur sambandið við íbúa.
4.Muna líkamlega snertingu. Jarðtengir og róar
Möguleikar á víðari áhrifum á deild
1.Leyfa starfsfólki að vera hluti af þessu á einhvern hátt. Hugmyndir að efni og fólki til að nota. Fylgjast með og njóta þess. Hvernig geta gleraugun hjálpað okkur í því að takmarka símatíma starfsmanna? Hver getur aðkoma starfsfólks í aðhlynningu verið?
2.Miðla til ættingja. Þar kemur skráning inn. Miðla til deildarstjóra, Iðunn, starfsfólks? Hvernig gæti þessi reynsla borist til eyrna ættingja. Jákvæð áhrif.